, ,

Frábærlega heppnaður minningarleikur – Rúmlega 400 manns mættu og mörg hundruð þúsund söfnuðust.

 
Minnigarleikur Egils Hrafns Gústafssonar fór fram á Fylkisvelli fyrir framan rúmlega 400 áhorfendur í gær þegar 2.flokkur karla fékk Hauka í heimsókn. Veðrið var með allra besta móti eins og leikurinn sjálfur en hann endaði með 7-4 sigri Fylkismanna. Það var öllum greinilegt að Egill Hrafn átti stóran þátt í öllu sem við kom leiknum.
 
Það var falleg stund fyrir leik í gær þar sem fyrirliði Hauka afhenti foreldrum Egils peninga gjöf í minningarsjóð Egils en þeir gáfu sektarsjóð sinn í þetta fallega málefni.
 
Fylkir fékk svo að gjöf frá minningarsjóði Egils bekk sem mun án efa njóta sín við æfingavöll Fylkis og hefur hann fengið nafnið Egilsstúka, með tveim emojum – hjarta og geit. Þeir sem ekki þekkja til þá er geitar merkið notað sem G.O.A.T. eða greatest of all time. Félagar hans og hann sjálfur notuðu þetta merki mjög mikið sín á milli. Þegar við sitjum á bekknum ætlum við að elska og njóta leiksins eins og Egill gerði svo eftirminnilega.
 
Við viljum þakka Haukum sérstaklega fyrir skemmtilegan leik og frábæra gjöf og einnig þeim sem mættu og gerðu leikinn svona eftirminnilegan fyrir okkur öll! Það er á svona stundum sem maður finnur að fótboltinn er svo mikið meira en fótbolti. Samstaðan og liðsheildin er einstök,
 
Eftir leik var svo Fylkisstrákunum öllum boðið í Pizzaveislu þar sem minnst var Egils með skemmtilegum sögum.
 
Þeir sem ekki komust á leikinn en vilja styrkja sjóðinn er bent á reikningsnúmer hans:
kt. 540723-0600 reikningsnúmer 0515-14-007962.
 
#viðerumÁrbær