EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL ÞESS AÐ STYÐJA FYLKI
Styrktu Fylki og fáðu skattaafslátt
Búið er að samþykkja ný lög sem fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum
utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.
Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%.
Fylkir hefur nú þegar skráð deildir félagsins í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar Fylkis skráð sig fyrir styrk.
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Ferlið er auðvelt:
1. Þú millifærir styrk að eigin vali á reikning þeirrar deildar sem þú ætlar að styrkja og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á fylkir@fylkir.is og verður móttökukvittun send til baka.
2. Að almanaksári loknu skilar Fylkir upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt.
Upplýsingar deilda:
Blakdeild 611094-2649, 0535-14-400493
Knattspyrnudeild 571083-0199, 535-26-80300
Handknattleiksdeild 571083-0519, 0331-26-005805
Fimleikadeild 571083-0359, 0113-26-010817
Körfuknattleiksdeild 480294-2389, 0515-26-480294
Rafíþróttadeild 470820-0200, 0515-26-006496
Karatedeild 530696-2279, 0113-26-001402
Allar upplýsingar veitir Hörður framkvæmdastjóri félagsins (hordur@fylkir.is)