,

Félagsgjald sent á félagsmenn

Félagsgjald íþróttafélagsins Fylkis að upphæð 3.000 kr. hefur verið sent út á skráða félagsmenn.  Við viljum þakka félagsmönnum fyrir stuðningin á liðnum árum og vonandi eigum við samleið áfram.  Stuðningurinn hefur styrkt stöðu félagsins og gert okkur betur kleift að halda úti því góða starfi sem íþróttafélagið býður upp á í dag en innan íþróttafélagsins Fylkis stunda á annað þúsund barna og fullorðinna íþróttaiðkun í fimm deildum.  Þau sem hafa ekki fengið sent félagsgjaldið og hafa áhuga á að gerast félagsmenn í Fylki geta sent tölvupóst á fylkir@fylkir.is.

Ef þú telur að þetta eigi ekki erindi til þín þá biðjumst við afsökunar á óþægindunum og biðjum þig um að senda okkur tölvupóst á fylkir@fylkir.is og við fellum seðilinn niður.

Hörður Guðjónsson

Framkvæmdarstjóri íþróttafélagsins Fylkis