Tinna og Sara valdar í lokahóp U-19
Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp fyrir u-19 ára landslið kvenna sem tekur þátt í milliriðli í undankeppni fyrir EM 2022.
Fylkir á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Sara Dögg Ásþórsdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir.
Sara Dögg er öflugur miðjumaður og orðinn algjör lykilmaður í ungum og spennandi meistaraflokk félagsins. Hún var svo valinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna á ný afstöðu tímabili.
Tinna er á 18 aldursári og spilaði hún alla leiki Fylkis í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Hún hefur fest sig í sessi sem einn allra efnilegasti markmaður landsins.
Ísland er í riðli með Englandi, Wales og Belgíu, en leikið er á Englandi dagana 6.-12. apríl.
Við óskum stelpunum til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessu verkefni.
#viðerumÁrbær