Ásgeir, Orri Sveinn og Ragnar Bragi heiðraðir
Í dag voru þrír leikmenn heiðraðir fyrir leikjafjölda sinn hjá félaginu. Þetta eru Orri Sveinn Segatta og Ragnar Bragi Sveinsson sem fengu viðurkenningu fyrir 250 leiki og Ásgeir Eyþórsson fyrir 350 leiki. Af þessu tilefni fengu þeir afhent stórglæsileg áletruð úr frá MEBA.
Alls hafa þeir félagar leikið hvorki meira né minna en 876 leiki fyrir félagið.
Orri Sveinn á alls að baki 256 leiki og 27 mörk fyrir Fylki, þar af 120 leiki og 15 mörk í efstu deild. Orri lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk Fylkis árið 2014. En meistaraflokksferil hans hófst svo fyrir alvöru þegar hann lék á láni fyrir Huginn á Austurlandi en hann lék með þeim árin 2015 og 2016. Hann varð síðan fastamaður í vörn Fylkis árið 2017 og hefur verið það allar götur síðan.
Ragnar Bragi Sveinsson á alls að baki 260 leiki og 27 mörk fyrir Fylki, þar af 156 leiki og 6 mörk í efstu deild. Ragnar Bragi lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2010, þá aðeins 15 ára gamall og var á þeim yngsti leikmaður í sögu félagsins. Ragnar hélt svo til Þýskalands þar sem hann lék með unglingaliðum Kaiserslautern en snéri heim í Fylki árið 2014. Ragnar hefur síðan þá leikið með Fylki utan eins tímabils með Víkingum árið 2017.
Ásgeir Eyþórsson á að baki 360 leiki fyrir Fylki, þar af 188 í efstu deild og hefur verið lykilmaður liðsins í mörg ár og oft borið fyrirliðabandið. Ásgeir lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í Pepsi deildinni árið 2011 og hefur verið einn tryggasti liðsmaður félagsins enda aldrei leikið með öðru félagi en Fylki.
Við óskum þessum frábæru leikmönnum okkar innilega til hamingju með áfangana.