,

Stefán og Theodór æfa með U-17

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið þá Theodór Inga Óskarsson og Stefán Gísla Stefánsson til æfinga með landsliðininu dagana 10.-12.október n.k.
Liðið mun taka þátt í undankeppni EM 2023 í lok október og eru þessar æfingar liður í undirbúningi þess verkefnis en báðir hafa þeir verið í kringum hópinn í langan tíma.
Teddi sem spilar allar stöður fremst á vellinum hefur verið algjör lykilmaður með 3.flokki Fylkis ásamt því að spila hlutverk með 2.flokki félagsins.
Stefán sem er öflugur miðjumaður er einnig lykilmaður með 3.flokki félagsins og hefur spilað stórt hlutverk með 2.flokki félagsins ásamt því að æfa með meistaraflokki karla. Stefán spilaði stórt hlutverk með liðinu í síðasta landsliðsglugga.
Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í verkefninu !