,

Guðmar og Stefán valdir í UEFA Development !

 
Þeir Guðmar Gauti Sævarsson og Stefán Logi Sigurjónsson hafa verið valdir til þáttöku fyrir Íslands hönd á UEFA Development móti í Slóveníu daganna 10-16.október næstkomandi.
 
Guðmar Gauti er öflugur miðjumaður með mjög gott auga fyrir spili. Hann spilaði lykilhlutverk í 4.fl liði Fylkis ásamt því að spila stórt hlutverki í 3.fl liðinu.
 
Stefán Logi er stór og stæðilegur miðvörður sem getur einnig spilað á miðjunni. Hann hefur var í lykilhlutverki og markahæstur í 4.fl liði Fylkis ásamt því vera í kringum 3.fl liðið.
 
Þeir voru einnig valdnir í Reykjavíkurúrvalið í byrjun sumar þar sem þeir stóðu sig með prýði.
 
Framtíðin er björt hjá þessum efnilegu strákum og hlökkum við til að fylgjast með þeim á mótinu sem og framtíðinni !
 
#viðerumÁrbær