Emil og Daði framlengja
Emil Ásmundsson og Daði Ólafsson hafa framlengt samninga sína við Fylki. Samningur Emils er til eins árs en Daði semur til tveggja ára.
Emil sem verður þrítugur á næsta ári á að baki 167 leiki fyrir Fylki, þar af 81 í efstu deild. Emil hefur einnig leikið með KR og var á mála hjá Brighton í Englandi á árunum 2013-2016. Emil á líklega flottasta mark sem skorað hefur verið á Fylkisvelli þegar hann klippti boltann í samskeytin í leik gegn Grindavík í Lengjudeildinni árið 2022.
Daði sem verður 31 árs á næsta ári hefur því miður átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin tvö ár og kom aðeins við sögu í tveimur leikjum á liðnu tímabili. Daði á að baki 208 leiki fyrir Fylki, þar af 94 í efstu deild og hefur utan stuttrar lánsdvalar hjá ÍR árið 2016 leikið allan sinn feril í appelsínugulu og var meðal annars stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi deildarinnar árið 2019.
Eru þetta frábær tíðindi fyrir félagið að tryggja okkur þjónstu þessara leikmanna áfram og verða þeir liðinu afskaplega dýrmætir á komandi leiktíð.
Myndir frá fotbolti.net