,

Landsliðsfólkið okkar á ferð og flugi

Það er og hefur verið mikið um að vera hjá part af landsliðsfólkinu okkar.
Guðmar Gauti og Stefán Logi fóru fyrir Íslands hönd til Slóveníu þar sem þeir tóku þátt í 4 þjóða móti U-15 ára landsliða. Skemmst er frá því að segja að liðið og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel og sigurðu alla sína leiki gegn N-Írlandi,Lúxemborg og Slóveníu. Þeir tóku báðir þátt í öllum leikjum og var Guðmar m.a fyrirliði í örðum leik liðsins. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel á mótinu !
Stefán Gísli hefur verið valinn til þátttöku í undankeppni EM undir 17 ára landsliða en hún fer fram í Norður Makedoníu. Stefán var lykilmaður í 3.flokki félagsins síðastliðið sumar ásamt því að spila stórt hlutverk með 2.flokki félagsins. Stefán hefur verið fasta maður í hópnum undanfarið !
Elísa Björk og Nína hafa verið valdar í æfingarúrtak fyrir u-16 ára landslið kvenna. Þær hafa báðar verið lykilmenn í 3.flokki félagsins ásamt því að vera í hlutverki hjá meistaraflokki félagsins. Þær hafa báðar verið áður í úrtökum hjá sama aldri !
Sara Dögg og Tinna Brá voru fyrr í þessum mánuði valdar til æfingarhóp u-19 ára landsliðs kvenna. Þær eru algjörir lykilmenn í meistaraflokki okkar og var Tinna m.a valinn besti leikmaður Fylkis á tímabilinu. Þær eru báðar fastamenn í úrtökum hjá þessum aldri !
Við fögnum því þegar starfið okkar fær þessa frábæru viðurkenningu og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni !