,

Stórumótin 5fl kvk lokið þetta sumarið

Fylkir sendi 4 lið á TM mótið í eyjum í júní þetta árið. Liðin voru Fylki til sóma og stóðu sig vel. Fylkisliðin komu heim með tvo bikara af mótinu sem verður að teljast ansi vel af sér vikið. Stelpurnar tóku einnig þátt í hæfileikakeppninni með frábæru dansatriði.
Síðustu helgi var svo komið að símamótinu hjá sama hóp. Aftur voru send 4 lið til keppni. Gleðin var alsráðandi hjá stelpunum og áberandi voru miklar framfarir hjá stelpunum.