,

Frábær skemmtun á opinni æfingu !

 
Hrikalega skemmtilegur dagur var hjá okkur í Fylki í síðustu viku þegar strákar úr yngri flokkum Fylkis mættu á opna æfingu með meistaraflokki félagsins.
Veðrið lék svo sannarlega við þessa 200 iðkendur sem mættu og aðstæður voru frábærar á WURTH vellinum i dag.
 
Æfinguna var svo grillveisla þar sem allir gæddu sér á pylsum og svala í boði knattspyrnudeildar Fylkis
 
Takk fyrir daginn strákar þetta var frábært!