,

Mikið úrval rafíþróttaæfinga hjá Fylki í vor! Skráning í fullum gangi

Rafíþróttadeild Fylkis kynnir æfingahópana fyrir tímabilið Vor 2022!
Opnað hefur verið fyrir skráningar á sportabler síðu Fylkis – sportabler.com/shop/fylkir/rafithrottir
Nánari upplýsingar um hvern og einn æfingarhóp má finna hér: https://fylkir.is/rafithrottir_hopar/
Æfingatímabilið er frá 7. Febrúar til 11. Júní. (Uppfærðar dagsetningar)
Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkenndur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið.
Æfingatöfluna er að finna á heimasíðu Fylkis https://fylkir.is/raf_aefingatafla/
Við minnum á að hægt er að nýta frístundastyrkinn uppí æfingagjöldin.
Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp en ef ekki næst lágmarks iðkendafjöldi er möguleiki að að þær æfingar falli niður.
Við hvetjum forráðamenn til að skrá börnin á biðlista ef æfinga hópurinn er fullur því við munum eftir fremsta megni bæta við hópum ef eftirspurnin er mikil.
Iðkendur þurfa að eiga aðgang að þeim leik sem á að iðka, Fylkir sér annars fyrir öllum öðrum æfingatækjum en auðvitað má koma með sinn eiginn búnað eins og t.d. Lyklaborð eða mús.
Allar æfingar eru kenndar á PC borðtölvum nema FIFA en þar verður spilað á PS4.
Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI.
Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir.