,

Kristjana fékk Tolla !

Það var mikil gleðistund í gær þegar vinningshafi fyrsta vinnings í Nýárshappadrætti knattspyrnudeildar kom til að vitja vinningsins en hann var stórglæsilegt málverk eftir Tolla að verðmæti 600.000.   Óskum við vinningshafanum henni Kristjönu Valdimarsdóttur innilega til hamingju með vinninginn sem mun eflaust sóma sér vel í stofunni hjá henni um ókomin ár.  Það var Elsa Jakobsdóttir starfsmaður Fylkis sem afhenti Kristjönu málverkið við hátíðlega athöfn í Fylkishöllinni.   Knattspyrnudeildin vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í happadrættinu í ár fyrir stuðninginn en verkefnið nýttist einnig vel þeim iðkendum sem tóku þátt í að selja miðana enda rann helmingur af miðaverði beint til þeirra.