,

Ný stjórn knattspyrnudeildar

Á aðalfundi knattspyrnudeildar 23.október  var kosin ný stjórn.  Formaður var kosinn Kjartan Daníelsson og aðrir í stjórn eru Stefanía Guðjónsdóttir sem verður varaformaður, Arnar Þór Jónsson verður gjaldkeri, Júlíus Örn Ásbjörnsson verður ritari og Ragnar Páll Bjarnason verður meðstjórnandi.  Óskum við nýrri stjórn til hamingju með kjörið.  Þau sem hættu í stjórn voru Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Sigfús Kárason og Þórður Gíslason.  Þökkum við þeim fyrir frábært starf fyrir félagið og óskum þeim góðs gengis.

Ný stjórn knattspyrnudeildar Fylkis