,

Dómaranámskeið í Fylkishöll

Dómaranámskeið – foreldrar

 

Kæru foreldrar og forráðamenn,

 

Miðvikudaginn 6.11 kl. 19:00 fer fram árlegt unglingadómaranámskeið í Fylkishöll á vegum KSÍ. Námskeiðið er ætlað iðkendum, þjálfurum, foreldrum/forráðamönnum og öllum þeim sem hafa áhuga á að prófa dómgæslu. Iðkendur frá yngra ári í 3. flokki og upp úr, mega fara á námskeiðið. Námskeiði er tvíþætt. Fyrri hluti er frá kl. 19:00 – 21:00 þann 6.11 og viku síðar er stutt próf sem þarf að standast til að öðlast réttindi sem unglingadómari.

Unglingadómarar hafa réttindi til að dæma í 4. flokki og sem aðstoðardómarar upp í 2. flokk. Athugið að KSÍ býður einnig upp á héraðsdómaranámskeið í framhaldinu, sem gefur réttindi til að dæma í öllum flokkum. Ekkert þátttökugjald er á námskeiðin.

Á hverju ári eru spilaðir u.þ.b. 200 heimaleikir í yngri flokkum Fylkis, sem þarf að manna með dómara og aðstoðardómara á hvern leik. Það er því nóg af verkefnum fyrir áhugasama dómara en á síðustu árum hefur dómgæsla á vegum Fylkis verið til fyrirmyndar, sbr. viðurkenningu fyrir dómaramál sem félagið fékk á 72. ársþingi KSÍ árið 2018. Iðkendur í 2. og 3. flokkir KVK og KK sjá að mestu um hlutverk aðstoðardómara en mikilvægt að fá fleiri aðila að borðinu sem geta tekið að sér hlutverk aðaldómara.

Til þess að við getum haldið áfram þessu góða starfi er mikilvægt að fá fleiri foreldra/forráðamenn til að sinna dómgæslu og því hvetjum við alla til að mæta á námskeiðið. Kostir þess að sinna dómgæslu er meðal annars:

  • Skemmtileg hreyfing í góðum félagsskap.
  • Þeir sem klára prófið og dæma 15 leiki fá dómaraskírteini KSÍ sem veitir ókeypis aðgang að öllum leikjum á Íslandi – Deild, bikar og landsleiki.
  • Greitt er fyrir dómgæslu hjá Fylki samkvæmt gjaldskrá.
  • Áhugasamir geta í framhaldinu sótt um að dæma leiki hjá KSÍ og hafa margir dómarar á vegum Fylkis gert það.
  • Góð leið til að kynnast starfsemi félagsins betur og iðkendum þess.

Við vonum að sem flestir skrái sig á námskeiðið og endilega deilið þessu sem víðast.

Skráning fer fram hjá Halldóri Steinssyni íþróttafulltrúa Fylkis. doristeins@fylkir.is

Endilega hafið samband ef spurningar vakna,

kveðja

Ólafur Bjarkason dómarastjóri Fylkis

olafurbbb@gmail.com

S: 6919614