Magnús Daði og Atli Björn í U-15
Júlía og Margrét Lind í U-16
Kristófer aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla
Guðmar Gauti á reynslu hjá Lyngby
Íslandsmeistarar unglinga í kumite
Lokahóf meistaraflokka – Ólafur Kristófer og Tinna Brá best
Elías Hlynur Lárusson ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Fylkis
Rafíþróttadeild
Axel Örn Gíslason – Formaður
Ágúst Bjarki Davíðsson
Þórmundur Junior Sigurbjarnason
Rafíþróttadeild Fylkis
Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis samþykkti þann 10. apríl 2018 að stofna formlega rafíþróttadeild innan félagsins.
Með stofnun rafíþróttadeildar urðu deildir félagsins sex talsins: Blakdeild, fimleikadeild, handknattleikdeild, karatedeild, knattspyrnudeild og rafíþróttadeild.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni þeirra, ekki síst til framtíðar litið. Nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins.
Undanfarið hafa rafíþróttir rutt sér til rúms víða á Norðurlöndunum. Rafíþróttir ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls konar tölvuleikjum. Rafíþróttir eru eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Innleiðing rafíþrótta inn í starf Fylkis er m.a. ætlað að rjúfa félagslega einangrun.
Þá strax um vorið gerði Rafíþróttadeildin samning við rafíþróttaliðið Dux Belorum sem keppti í úrvalsdeildinni í Counter-strike um að þeir myndu spila fyrir hönd Fylkis og stóðu þeir sig með miklu prýði og lönduðu öðru sæti í deildinni og á HR-ingnum. Síðan þá hefur Counter-strike liðið tekið miklum breytingum og er einungis einn leikmaður úr hinu upprunalegu liði sem spilar enn með Fylki. En í dag er liðið skipað af bestu ungu leikmönnum landsins og lönduðu þeir fyrsta titli rafíþróttadeildarinnar þegar þeir urðu Deildarmeistarar í Lenovo deildinni. Einnig keppir Fylkir í FIFA, League of Legends og Rocket League. Markmið Fylkis er að skipa sér í raðir þeirra allra bestu og bjóða upp á umhverfi sem hjálpar leikmönnum að vaxa og dafna.
Rafíþróttadeild Fylkis fékk á haustmánuðum ársins 2019 aðstöðu upp í Fylkisseli og hófst þá vinnan við að gera alvöru deildaraðstöðu til að taka á móti ungum iðkendum sem vilja bæta færni sína í rafíþróttum og hitta aðra krakka með sameiginleg áhugamál.
Íþróttafélagið Fylkir
Íþróttafélagið Fylkir
Sími 571-5600
blak / fótbolti / handbolti / körfubolti
Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Blak / Fótbolti / Handbolti / körfubolti
Sími 571-5602
Fimleikar / Karate / Rafíþróttir
Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík
Fimleikar / Karate / Parkour
Sími 571-5601