ÁRSKORT 2019
Kæra Fylkisfólk.
Ég vil, fh stjórnar KND og ráða deildarinnar þakka stuðningsfólki og styrktaraðilum fyrir ómetanlegan stuðning á síðustu árum.
Árið 2019 spila bæði liðin okkar á meðal þeirra bestu í PepsiMax deildum Íslandsmótsins.
Við setjum markið hátt og teljum félagið okkar eiga heima á meðal þeirra bestu.
Undanfarin ár hefur fjárhagsrammi meistaraflokksráða félagsins verið langtum minni en þeirra liða sem við berum okkur saman við. Við höfum vandað okkur við rekstur félagsins og munum halda því áfram. Það er aftur á móti ljóst að ef okkur á að takast að keppa á sanngjörnum samkeppnisgrunni við bestu lið landsins þá verðum við að auka tekjur félagsins.
Á sama tíma og við greinum þessa auknu þörf til tekjuöflunar horfum við fram á að sífellt erfiðara er að fá fyrirtæki í samstarf.
Okkur langar að mynda sterka og öfluga framvarðasveit Fylkisfólks, sem tekur höndum saman og aðstoðar okkur við rekstur deildarinnar. Þannig getum við í sameiningu eflt starf okkar góða félags enn betur. Með mánaðarlegum eða árlegum fjárframlögum höfum við ríkara tækifæri til að halda úti sterkum liðum í efstu deild og leyft okkur að setja markið hátt. Við hvetjum stuðningsfólk til að kaupa árskort og mælum sérstaklega með Árbæjarins besti stuðningsmaður.
Við treystum því á ykkar stuðning, hann skiptir okkur öllu máli.
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir formaður knattspyrnudeildar Fylkis.
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
Hægt að kaupa árskort inn á heimasíðu félagins (hægra megin) :
https://fylkir.felog.is/