,

Guðmar Gauti valinn í U-17

Guðmar Gauti Sævarsson hefur verið valinn í lokahóp U17 ára landsliðs karla sem leikur í milliriðli í Póllandi daganna 17.-26.mars næstkomandi.
Guðmar kom við sögu í 13 leikjum meistaraflokks í fyrra, þar af fjórum í deild og einum bikarleik. Í ár hefur hann spilað fimm leiki í Reykjavíkurmóti og Lengjubikar og skoraði mark Fylkis gegn Val í janúar.
Þessi bráðefnilegi miðjumaður hefur vakið athygli erlendra liða og var á reynslu hjá Lyngby síðasta haust og Real Valladolid í þessum mánuði. Guðmar hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17) og verið lykilmaður í landsliði 2008 árgangsins.