Uppboð á treyjum
Meistaraflokkur karla Fylkis var með uppboð á tveimur árituðum treyjum frá @orrioskarsson á Herrakvöldi Fylkis.
Fylkisfjölskyldan fékk þær hræðilegu fréttir um jólin að einn af okkar strákum hafi látið lífið í hörmulegu bílslysi á Ítalíu þann 26.des. Hann Maciej Andrzej Bieda var frábær Fylkismaður, Árbæingur og drengur góður. Stofnaður hefur verið styrktarsjóður fyrir fjölskyldu hans og ágóðinn af annarri treyjunni rennur óskertur í hann.
Ágóðinn af hinni treyjunni mun fara í Indriðasjóð. Indriði Einarsson, var bráðkvaddur árið 1992 en hann var leikmaður meistaraflokks Fylkis. Í kjölfar andláts Indriða heitins var stofnaður sjóður til minningar um hann sem hefur þann tilgang að styrkja efnilega iðkendur Fylkis sem koma frá efnaminni heimilum. Samtals söfnuðust 500 þúsund krónur fyrir treyjurnar tvær. Meistaraflokkur karla vill þakka @orrioskarsson fyrir treyjurnar og einnig @bjornbragi fyrir að sjá um uppboðið.
Við erum öll í sama liðinu 🧡
Kveðja MFL KK