Bjarki Steinsen Arnarsson í Fylki
Bjarki Steinsen Arnarsson hefur samið við Fylki til næstu tveggja ára. Bjarki sem verður tvítugur á þessu ári er uppalinn Fylkismaður en gekk í raðir FH sumarið 2022. Hann spilaði ekki leik fyrir meistaraflokk FH en hefur verið ónotaður varamaður í Bestu deildinni. Bjarki lék 7 leiki fyrir meistaraflokk Fylki í Lengjubikar og Reykjavíkur árið 2022. Þá hefur Bjarki verið valinn í æfingahóp yngri landsliða.
“ Það er frábært að vera komin heim aftur í Fylki. Mér líst gríðarlega vel á leikmannahópinn og þjálfarateymið og ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili “ sagði Bjarki um tíðindi dagsins.