,

Davíð Þór og Karen Thuy Duong Vu íþróttafólk Fylkis 2024

Föstudaginn 20. desember sl. voru veittar viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fylkis árið 2024. Einnig voru veitt heiðursmerki félagsins.

Íþróttafólk Fylkis 2024 voru valin Davíð Þór Bjarnason frá fimleikadeild og Karen Thuy Duong Vu frá karatedeild.

 

Íþróttakarl Fylkis 2024

Davíð Þór Bjarnason                   Fimleikar

Davíð var valinn í unglingalandsliðið á þessu ári 2024 og keppti hann á Norðurlandamóti í Helsinki. Hann vann til fjölda verðlauna á síðustu árum á mismunandi mótum. Davíð er í unglingalandsliði Íslands og er á góðri leið með að verða valinn til að taka þátt í alþjóðlegri keppni. Hann er ekki bara frábær íþróttamaður heldur þjálfar hann líka yngri iðkendur deildarinnar.

Íþróttakona Fylkis 2024

Karen Thuy Duong Vu                Karate

Karen hefur náð mjög góðum árangri á þessu ári, m.a.

1. Sæti á open Reykjavík International games
1. Sæti á Copenhagen Open
1. Sæti  á Íslandsmeistaramóti fullorðna
2. Sæti á Norðurlandameistaramót

Karen Thuy Duong Vu og Davíð Þór Bjarnason íþróttafólk Fylkis 2024.

 

Heiðursmerki félagsins

Heiðursmerki félagsins eru veitt þeim sem hafa unnið gott starf fyrir félagið og þá bæði um að ræða sjálfboðaliða og launaða starfsmenn.

Veitt voru silfurmerki Fylkis, gullmerki Fylkis og Fylkiskrossinn en hann er æðsta heiðursmerki félagsins.  Aðeins 20 einstaklingar mega bera heiðurskross félagsins hverju sinni.

 

Silfurmerki Fylkis

Árni Leó Þórðarson, hefur unnið frábært starf fyrir félagið á undanförnum árum og tekið þátt í mörgum verkefnum eins og framkvæmd leikja í fótboltanum á sumrin.

David Patchell, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Fylkis og á stóran þátt í endurreisn deildarinnar

Hulda Björk Brynjarsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Fylkis.  Hefur gert frábæra hluti með starf deildarinnar ásamt því að koma að fleiri verkefnum innan félagsins

Kristófer Gísli Hilmarsson, þjálfari hjá fimleikadeild Fylkis.  Hef unnið fráfært starf innan deildarinnar á undanförnum árum.

Frá vinstri: Árni Leó Þórðarson, Hulda Björk Brynjarsdóttir, David Patchell

Kristófer Gísli Hilmarsson

 

Gullmerki Fylkis

Elvar Örn Þórisson, hefur starfað m.a. fyrir fótboltann og körfuboltann um árabil og tekið að sér mörg mikilvæg verkefni með frábærum árangri.

Elvar Örn Þórisson

 

Fylkiskrossinn

Óskar Sigurðsson

Óskar tók þátt í stofnun knattspyrnudeildar Fylkis og varð fyrsti formaður deildarinnar.  Einnig var hann fyrsti þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu árin 1972 og 1973.

Óskar Sigurðsson