,

Árni Freyr lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Fylkis

Knattspyrnudeild Fylkis og Árni Freyr Guðnason hafa komist að samkomulagi um að Árni
Freyr láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum í dag, 14. júlí.
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis þakkar Árna Frey fyrir hans framlag til félagsins og óskar
honum góðs gengis í framtíðinni.
Knattspyrnudeild Fylkis hefur hafið leit að nýjum þjálfara meistaraflokks karla.

fh. stjórnar knattspyrnudeildar Fylkis,
Ragnar Páll Bjarnason, formaður