Rekstur knattspyrnudeildar Fylkis jákvæður
Ársreikningur knattspyrnudeildar Fylkis vegna ársins 2024 er jákvæður upp á sjö og hálfa milljón fyrir fjármagnsliði.
Tekjur deildarinnar voru 323 milljónir og hækkuðu um rúmar 43 milljónir króna á milli ára.
Hægt er að skoða ársreikninginn með því að fara inn á neðangreindaslóð á heimasíðu félagsins
https://fylkir.is/wp-content/uploads/2025/02/Arsreikn-knd-2024.pdf