Stefán Gísli valinn í U-19
Stefán Gísli valinn í U-19
Stefán Gísli Stefánsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs karla sem leikur í milliriðli í Ungverjalandi daganna 17.-26.mars næstkomandi.
Stebbi er gríðarlega efnilegur varnar og miðjumaður sem hefur mest spilað í stöðu hægri bakvarðar og á fjölmarga yngri landsleiki að baki sem bakvörður. Stefán hefur alls spilað 17 landsleiki fyrir yngri lið Íslands.
Hann á að baki níu leiki fyrir Fylki í efstu deild og tvo bikarleiki. Stefán fór í byrjun árs á reynslu hjá Pafos á Kýpur og Westerlo í Belgíu.
Við óskum Stebba til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með honum í þessu spennandi verkefni!

