,

Guðmar Gauti framlengir við Fylki

Guðmar Gauti Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fylki. Hann framlengir samning sinn um eitt ár og er nú samningsbundinn út árið 2026. Guðmar Gauti sem fagnaði nýverið sautján ári afmæli sínu á alls að baki 18 leiki og 2 mörk fyrir Fylki.

Guðmar stimplaði sig inn í meistaraflokk Fylkis í fyrra og kom við sögu í 13 leikjum, þar af fjórum í deild og einum bikarleik. Í ár hefur hann spilað fimm leiki í Reykjavíkurmóti og Lengjubikar og skoraði mark Fylkis gegn Val í janúar.

Þessi bráðefnilegi miðjumaður hefur vakið athygli erlendra liða og var á reynslu hjá Lyngby síðasta haust. Guðmar hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17).

Guðmar fór einmitt á kostum með U-17 ára landsliðinu síðasta haust og skoraði meðal annars bæði gegn Norður Makedóníu og Eistlandi í undankeppni EM 2025.

Eru þetta frábær tíðindi fyrir félagið að Guðmar hafi framlengt samning sinn og verður einstaklega spennandi að fylgjast með honum í sumar.

Mynd: Hulda Margrét