,

Stefán Gísli á reynslu hjá Westerlo og Pafos

Stefán Gísli Stefánsson leikmaður Fylkis hefur í byrjun ársins verið á reynslu í Belgíu hjá Westerlo og hjá Pafos í Kýpur. Stefán lék leiki með U21 og U23 ára liði Westerlo í síðustu viku en er nú farinn yfir til Kýpur.

K.V.C. Westerlo leikur í efstu deild í Belgíu þar sem liðið endaði í 11.sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 13. sæti. Pafos FC leikur í efstu deild í Kýpur þar sem liðið endaði í 5. sæti á síðustu leiktíð en situr nú í 2. sæti deildarinnar. 

Stefán Gísli sem verður 19 ára á árinu er að upplagi miðjumaður en hefur spilað mest sem hægri bakvörður undanfarin tvö ár. Stefán hefur spilað 22 leiki og skorað 1 mark fyrir meistaraflokk Fylkis og hefur leikið 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Við hlökkum til að fylgjast með Stefáni Gísla áfram og fögnum því að leikmenn okkar fái að spreyta sig erlendis.