Ásdís Þóra Böðvarsdóttir og Bergljót Júlíana Kristinsdóttir í Fylki
Ásdís Þóra Böðvarsdóttir og Bergljót Júlíana Kristinsdóttir hafa gengið til liðs við Fylki en þær skrifuðu báðar undir tveggja ára samninga.
Ásdís Þóra er 17 ára varnarmaður. Ásdís er spennandi framtíðarleikmaður sem spilaði stórt hlutverk í vörn Selfoss á nýliðnu tímabili þar sem hún lék 23 leiki. Ásdís hefur verið valin í U-17 ára landslið Íslands og á einn landsleik.
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir er 19 ára markmaður sem kemur til Fylkis frá KR en er uppalin í Val. Hún hefur spilað 46 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KH.
Ásdís Þóra Böðvarsdóttir
Bergljót Júlíana Kristinsdóttir