,

Júlía og Margrét Lind valdar í U-16

Júlía Huld Birkisdóttir og Margrét Lind Zinovieva hafa verið valdar til úrtaksæfinga U16- ára landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Miðgarði dagana 15. og 16. janúar undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U16 kvenna.

Báðar stúlkur eru fæddar árið 2009 og eru lykilmenn í 3.flokki félagsins og hafa æft með meistaraflokki í vetur.
Júlía er öflugur markvörður og Margrét útsjónarsamur miðjumaður en báðar hafa verið valdar í landslið áður.

Óskum við þeim innilega til hamingju