Rebekka Rut og Birna Kristín framlengja
Rebekka Rut Harðardóttir og Birna Kristín Eiríksdóttir hafa framlengt samninga sína við Fylki til tveggja ára.
Rebekka Rut er uppalin í Árbænum og hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins. Rebekka sem verður tvítug á næsta ári er efnilegur markmaður sem á að baki 11 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis. Hún mun nú fá stærra hlutverk eftir brotthvarf Tinnu Brár Magnúsdóttur og verður mjög spennandi að fylgjast með henni næsta sumar.
Birna Kristín sem einnig er uppalinn leikmaður verður 25 ára á næsta ári. Hún hefur spilað 57 leiki og skorað 6 mörk fyrir Fylki í öllum keppnum, en fyrsti leikur Birnu fyrir félagið var í Pepsi deildinni árið 2016. Þá hefur hún einnig leikið með Haukum og Fram þar sem hún lék á láni á síðustu leiktíð. Er mjög ánægjulegt að sjá að Birna haldi tryggð við Fylki þrátt fyrir áhuga marga annarra liða.
Rebekka Rut Harðardóttir
Birna Kristín Eiríksdóttir