Guðrún Þóra Geirsdóttir til Fylkis
Fylkir hefur samið við Guðrúnu Þóru Geirsdóttir til tveggja ára. Guðrún Þóra er Húsvíkingur og hefur leikið 75 leiki í öllum keppnum og skorað í þeim 10 mörk. Hún byrjaði meistaraflokksferill sinn hjá Völsungi en skipti yfir í Selfoss 2021 þar sem hún spilaði í Bestu deildinni og síðan í Lengjudeildinni 2024. Guðrún Þóra er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum.
„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa náð að semja við Guðrúnu Þóru, hún á vafalaust eftir að styrkja okkar lið í komandi átökum“ sagði Bjarni Þórður Halldórsson þjálfari meistarflokks kvenna hjá Fylki.
#besta2026
#árbæjarinsbesta