,

Guðmar Gauti og Stefán Logi í U-17

Guðmar Gauti Sævarsson og Stefán Logi Sigurjónsson leikmenn Fylkis hafa verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-17 ára landsliðs karla. Báðir drengir eru fæddir 2008 og spilar Guðmar oftast sem miðjumaður en Stefán sem varnarmaður.

Æfingarnar fara fram dagana 7. – 9.janúar 2025 í Miðgarði í Garðabæ undir stjórn Lúðvíks Gunnarsson, landsliðsþjálfara U17 karla.

Guðmar Gauti stimplaði sig inn í meistaraflokk félagsins í ár og kom við sögu í 13 leikjum Fylkis á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað 13 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands (U-15, U-16 og U-17)

Stefán Logi hefur tekið þátt í æfingaleikjum meistaraflokks nú í lok árs. Þá var hann ónotaður varamaður í Mjólkurbikarleik gegn KR sumarið 2023. Hann á 3 landsleiki að baki fyrir U-15 ára landslið Íslands.