Orri Sveinn framlengir
Orri Sveinn Segatta hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fylki. Er það mikið fagnaðarefni að Orri hafi valið að vera áfram í appelsínugulu enda verið gríðarlega mikilvægur leikmaður undanfarin ár og var valinn besti leikmaður Fylkis árið 2023.
Orri á alls að baki 255 leiki og 27 mörk fyrir Fylki, þar af 120 leiki og 15 mörk í efstu deild.
Orri lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk Fylkis árið 2014. En meistaraflokksferil hans hófst svo fyrir alvöru þegar hann lék á láni fyrir Huginn á Austurlandi en hann lék með þeim árin 2015 og 2016. Hann varð síðan fastamaður í vörn Fylkis árið 2017 og hefur verið það allar götur síðan.