Bikarmót Fylkis
Fyrstu tvær helgarnar í októbermánuði var mikið líf og fjör á Fylkissvæðinu á Bikarmóti Fylkis.
Yfir 2600 iðkendur úr 5., 6. og 7. Flokki kk og kvk sýndu takta sína í dásamlegu haustveðri.
Þrátt fyrir smá kulda létu krakkarnir það ekkert á sig fá og sýndu frábærar takta og gleðin var allsráðandi.
Fylkir þakkar öllum fyrir þátttökuna og við hlökkum til að sjá ykkur að ári