Færðu knattspyrnudeildinni peningagjöf til að kaupa nýja leikmenn
Þeir Adam Elí Ómarsson, Matthías Rúnar Þórðarson og Óliver Hrafn Gunnlaugsson komu færandi hendi í vikunni og færðu knattspyrnudeild Fylkis peninga að gjöf sem þeir söfnuðu í tombólu. Þeir félagar vildu koma því á framfæri að nota ætti peninginn til að kaupa góða leikmenn til að styrkja liðið fyrir sumarið og nefndu sérstaklega Lionel Messi og Bruno Fernandes. Það er öruggt að þessir peningar munu koma sér vel í því ástandi sem nú ríkir og verða þeir notaðir til að styrkja leikmannahópinn þó að fyrrnefndir leikmenn séu líklega ekki að koma. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn og greinilegt að hér er um sanna félagsmenn að ræða.
Frá vinstri Adam Elí Ómarsson, Matthías Rúnar Þórðarson og Óliver Hrafn Gunnlaugsson