,

Æfingar í Fylkishöll/Fylkisvelli og knattspyrnunámskeið falla niður á morgun

Í dag kom upp Covid 19 smit hjá leikmanni meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Viðkomandi leikmaður er nú í einangrun og aðrir leikmenn og þjálfarar í sóttkví.

Félagið vinnur málin náið og í góðu samráði við Almannavarnir og KSÍ og standa líkur til þess að næstu tveimur til þremur leikjum kvennaliðs félagsins verði frestað. Mun það skýrast frekar á allra næstu dögum.

Á morgun, mánudaginn 29. júní, falla niður allar æfingar á félagssvæði Fylkis í og við Fylkishöll, þ.e. fótboltaæfingar, handboltaæfingar, knattspyrnuskólinn og tækniskólinn, á meðan verið er að sótthreinsa Fylkishöllina og vallarsvæðið. Við biðjum því alla að fylgja þeim tilmælum að svæðið sé lokað þar til annað verður tilkynnt.

Þetta hefur ekki áhrif á leik Fylkis og Gróttu í Pepsi Max deild karla sem fer fram annað kvöld kl. 19:15 á Wurth vellinum.

Engin röskun verður á öðru skipulögðu starfi fimleikadeildar, karatedeildar og rafíþróttadeildar í Fylkisseli.

Við viljum biðla til allra okkar félagsmanna að sýna fyllstu aðgát og varfærni og brýnum fyrir félagsmönnum að fylgja tilmælum Almannavarna um tveggja metra fjarlægð, handþvott og aðrar hreinlætisvenjur.