kl. 10:00-10:50
Íþróttaskólinn er fyrir börn sem eru 3-5 ára
Námskeið hefjast sunnudaginn 19. janúar og er í 12 vikur
Íþróttaskólinn er íþróttaskóli með áherslu á fimleika. Börnin mæta með foreldrum sínum og foreldrar aðstoða börnin eftir þörfum. Byrjað er á upphitun og síðan er skipt í 2-3 hópa og farið gegnum ýmsar stöðvar, æfingar og/eða leiki.
Markmið námskeiðsins er að kynna fyrstu grunnæfingar fimleika, æfa samhæfingu, jafnvægi og fín- og grófhreyfingar.
Kennt er 1x í viku á sunnudögum og er hver tími 50 mínútur.
Ath. Hámark 30 iðkendur í hverjum hóp.
Eftirfarandi hópar í boði:
- Hópur 1: 2021
- Hópur 2: 2020-2021
- Hópur 3: 2019-2020
Nánari upplýsingar
Verð fyrir vorönn er 30.000 kr.
Skilmáli æfingagjalda.
Kennsla fer fram í Fylkissel (Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík)
Þjálfarar eru Óðinn, Guðný og Guðrún Ósk
* Fimleikadeild Fylkis áskilur sér rétt til að fella niður/sameina hópa ef lágmarksfjöldi næst ekki.
Æfingatími
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við skrifstofu fimleikar@fylkir.is