Úrslit Lenovo deildarinnar
Fylkir stóðu sig frábærlega í undanúrslitunum og unnu flott lið tropadeleet sem samanstendur af flestum sigursælustu drengjum í rafíþróttum á Íslandi frá upphafi.
Leikurinn fór 2-1 fyrir okkur þar sem voru spiluð þrjú borð í best of three keppni.
Í tilefni þess er hér tillaga að næsta facebook status. Hann er í lengra lagi, en auðvitað er hægt að eiga við textann. Svo hengdi ég mynd með til að deila með statusnum.
,,Fylkir komið í úrslitaleik Lenovo deildarinnar
Fylkir gerði sér lítið fyrir og slóg út í undanúrslitum Lenovo deildarinnar lið tropadeleet. Þetta þýðir að þvert á spá spekinga er Fylkir búið að sýna og sanna að við erum með eitt af bestu liðum í Counter-strike á Íslandi.
Úrslit Lenovo Deildarinnar í Counter-strike, einni stærstu rafíþróttadeild Íslands frá upphafi, fer fram í Háskólabíó þann 27. júní klukkan 18:30 þar sem Fylkir mætir liði Hafsins, sem hefur ekki tapað leik í rúmlega ár en okkar menn komust hársbreidd frá því að breyta því á tímabilinu. Með appelsínugulum stuðning er allt hægt.
Frítt verður inn fyrir alla á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að prófa Lenovo Legion tölvur á staðnum og jafnvel næla sér í einhverja vinninga fyrir góða frammistöðu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mætum og hvetjum strákana til dáða.
Lenovo Deildin er fremsta keppnisdeild rafíþrótta á Íslandi, þar sem bestu spilarar landsins mætast reglulega og keppast sín á milli uppá sinn skerf af 500.000kr verðlaunafé.
Liðið skipa þeir
Andri Már „aNdrehh“ Einarsson
Andri Þór „ReaN“ Bjarnason
Bjarni Þór „Bjarnii“ Guðmundsson,
Böðvar Breki „Zolo“ Guðmundsson
Kristófer
Daði „ADHD“ Kristjánsson“