,

Benedikt Daríus framlengir!

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Benedikt Daríus Garðarsson hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára, eða út tímabilið 2027 hið minnsta.

Benedikt Daríus, fæddur 1999, er uppalinn hjá Fjölni og kom fyrst til Fylkis í 2. flokki árið 2016. Hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2018 áður en hann fór á lán til Elliða og KFG. Árið 2019 gerði hann varanleg félagsskipti til venslaliðs Fylkis, Elliða, og lék þar tvö tímabil.

Hann sneri aftur til Fylkis árið 2022, og hefur síðan raðað inn mörkunum og er komin með alls 30 mörk í 75 leikjum í efstu tveimur deildum fyrir félagið og er kominn með 82 mörk í 183 meistaraflokksleikjum á ferlinum.

Við hlökkum til að sjá Benedikt Daríus halda áfram að skína í appelsínugulu á vellinum í Árbænum á komandi árum!