Elísa Björk framlengir samning sinn við Fylki!

Knattspyrnudeild Fylkis er ánægð að tilkynna að samkomulag hefur náðst við Elísu Björk Hjaltadóttur um framlengingu á samningi hennar, og mun nýgildandi samningur gilda út keppnistímabilið 2026.
Elísa Björk, fædd árið 2007, er uppalinn Fylkisleikmaður sem hefur spilað upp alla yngri flokka félagsins og verið lykilleikmaður þar síðustu ár. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar leikið 38 leiki í mótum KSÍ fyrir meistaraflokk og spilaði sinn fyrsta leik með liðinu árið 2022.
Við hjá Fylki erum afar stolt þegar uppaldir leikmenn halda tryggð við félagið, sýna metnað og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að styðja liðið og ná sameiginlegum markmiðum á komandi keppnistímabili.
Við bindum miklar vonir við Elísu á komandi keppnistímabili og hlökkum til að sjá hana áfram spila í appelsínugulu.


