,

Fyrsta mark Karen Dísar fyrir landslið Íslands.

Karen Dís Vigfúsdóttir var á dögunum valin í U15 ára landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í UEFA development móti sem haldið er í Englandi þessa dagana.

Íslenska liðið spilaði sinn fyrsta leik í gegn Englandi þar sem Karen kom inná á 70 mínútu og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Englandi. Næsti leikur liðsins er síðan gegn Þýskalandi á sunnudag.

Við erum gríðarlega stolt af Kareni og óskum henni innilega til hamingju með fyrsta markið sitt fyrir Íslands hönd og óskum henni og liðsfélögum hennar góðs gengis í komandi leikjum.