Arna Ósk skrifar undir samning við Fylki!

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Arna Ósk Arnarsdóttir hefur skrifað undir samning við Fylki sem gildir út árið 2026.
Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili. Arna Ósk hefur spilað 139 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 47 mörk og kemur því með mikil gæði og reynslu inn í hópinn. Arna Ósk er uppalin á Höfn í Hornarfirði og kemur frá Sindra.
Við bjóðum Örnu innilega velkomna í Árbæinn og hlakkar okkur mikið til að sjá Örnu Sif í Fylkisbúningnum á komandi tímabili.


