Mikil uppbygging hjá Blakdeildinni

Ótrúleg uppbygging hjá blakdeild Fylkis!
Það er gaman að upplýsa félagsfólk okkar um að undanfarin ár hefur verið unnin gríðarlega metnaðarfull vinna á bak við blakdeild félagsins. Fyrir aðeins fjórum árum var einungis einn iðkandi í blaki hjá Fylki, en í dag fjórum árum síðar hefur deildin stækkað gríðarlega og eru nú 32 krakkar á aldrinum 8–16 ára sem æfa hjá deildinni og taka þátt í mótum undir merkjum félagsins!
Um síðustu helgi lauk Íslandsmóti BLÍ (Blaksamband Íslands) fyrir U-12, U-14 og U-16 aldurshópa, og átti Fylkir 26 fulltrúa á mótinu:
✅ 3 drengir í U-12
✅ 8 stúlkur í U-14
✅ 15 stúlkur í U-16
Við erum stolt af þessari frábæru uppbyggingu og hlökkum til að sjá blakdeildina vaxa enn meira!

