,

María Björg snýr aftur í Fylki

María Björg snýr aftur og skrifar undir samning við Fylki!
 
Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að María Björg Fjölnisdóttir hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir út árið 2026. Hún snýr þar með aftur til Fylkis eftir nokkurra ára fjarveru.
María Björg hefur leikið 126 leiki á vegum KSÍ í meistaraflokki, þar af rúmlega 30 í efstu deild. Hún kemur því með mikla reynslu og gæði inn í hópinn. Á nýliðnu tímabili lék hún 13 leiki með FHL í Bestu deildinni. Á árunum 2018 til 2022 spilaði María í Fylkisbúningnum rúmlega 50 leiki og þekkir því vel til umhverfisins í Árbænum og þau háleitu markmið sem sett eru fyrir komandi tímabil.
Við bjóðum Maríu innilega velkomna aftur til félagsins og bindum miklar vonir við að kraftar hennar nýtist liðinu á komandi tímabili, þar sem markmiðið er að komast aftur í Lengjudeildina.