Harpa Karen framlengir

Harpa Karen framlengir samning sinn við Fylki!
Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með mikilli gleði að Harpa Karen Antonsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fylki út keppnistímabilið 2026. Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili að vinna til baka sæti okkar í Lengjudeildinni.
Harpa Karen er uppalin hjá Val en kom til félagsins fyrir síðasta tímabil. Hún hefur leikið 120 KSÍ leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 12 mörk.
Við bindum miklar vonir við Hörpu Karen á komandi keppnistímabili og hlökkum til að sjá hana áfram spila í appelsínugulu.


