,

Heiðranir og viðurkenningar á jólakaffi Fylkis

Hið árlega jólakaffi Fylkis var haldið föstudaginn 19. desember þar sem Íþróttafólk, sjálfboðaliðar, félagsfólk og starfsmenn komu saman og fögnuðu árinu 2025 sem nú er að líða. Vel var mætt á viðburðinn þar sem veitt voru viðurkenningar til Íþróttafólks sem leika undir merkjum félagsins sem þóttu standa framúr á árinu ásamt því voru veitt heiðursverðlaun til félagsfólk og sjálfboðaliða sem hafa lagt gríðarlega vinnu sína fyrir félagið.

Það voru þau Ásgeir Eyþórsson og Signý Lára Bjarnadóttir sem voru útnefnd íþróttakarl og Íþróttakona Fylkis árið 2025 en bæði koma þau frá Knattspyrnudeild Fylkis og spila með meistaraflokkum félagsins. Auk þeirra voru

Saker Nasser frá karatedeild Fylkis en eljusemi hans hefur skilað sér í miklum framförum, en á síðastliðnu ári hefur hann skipað sér sess sem fastamaður í íslenska landsliðinu og tók í ár þátt á Norðurlandameistaramótinu fyrir hönd Íslands.

Þórarinn Gunnar Óskarsson hefur verið lykilleikmaður meistaraflokks karla í körfubolta og verið valinn mikilvægasti leikmaður liðsins öll þrjú árin síðan að liðið var stofnað aftur. Á árinu 2025 hefur Þórarinn spilað stórt hlutverk í því að koma meistaraflokki karla aftur í fyrstu deild.

T.v. Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Signý Lára Bjarnadóttir, Eyþór Kolbeinsson (f.h. Ásgeirs), Saker Nasser, Þórarinn Gunnar Óskarsson og Björn Gíslason formaður félagsins

Einnig voru veitt heiðursmerki félagsins.

þar sem Rúnar Geirmundsson var sæmdur heiðurskrossi Fylkis. Rúnar er frumbyggi í Árbænum og því sannur Fylkismaður. Rúnar gegndi formennsku í félaginu á árunum 1998–2002 og starfaði jafnframt sem framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar árið 1991. Hann hefur verið styrktaraðili félagsins um árabil, bæði í gegnum fyrirtæki sitt og sem einstaklingur, og hefur auk þess setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum á vegum félagsins síðustu áratugi.

t.v. Hörður Guðjónsson framkv. stjóri Fylkis, Rúnar Geirmundsson 19. Heiðurskrossfélagi Fylkis & Björn Gíslason formaður félagsins

Gullmerki félagsins hlaut svo listamaðurinn Húbert Nói fyrir árangursríkt samstarf í kringum herrakvöld Fylkis síðustu ár

t.v. Hörður framkv. stjóri, Húbert Nói & Björn Gíslason formaður félagsins

  • Ágúst Aron Gunnarsson, liðsstjóri meistaraflokks karla, knattspyrnudeild

  • Atli Már Agnarsson, fulltrúi í meistaraflokksráði kvenna, knattspyrnudeild

  • Elsa Jakobsdóttir, starfsmaður, Íþróttafélagið Fylkir

  • Erik Steinn Halldórsson, starfsmaður, Íþróttafélagið Fylkir

  • Guðrún Inga Sívertssen, stjórnarmaður, handknattleiksdeild

  • Hrönn Vilhjálmsdóttir, stjórnarmaður, handknattleiksdeild

  • Kristján Gylfi Guðmundsson, þjálfari og starfsmaður, knattspyrnudeild

  • Víkingur Sigurðsson, þjálfari, körfuknattleiksdeild

t.v. Hörður framkv. stjóri Fylkis, Ágúst Aron, Atli Már, Elsa Jakobsdóttir, Erik Steinn, Guðrún Inga, Hrönn Vilhjálmsdóttir, Kristján Gylfi, Víkingur Sigurðsson & Björn Gíslason formaður félagsins.