,

Takk Ásgeir!

Okkar reynslumesti og leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, Ásgeir Eyþórsson, hefur ákveðið að segja þetta gott í boltanum og leggja skónna frægu á hilluna. Meiri Fylkismann er vart hægt að finna, en Ásgeir hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár, spilað lykilhlutverk innan vallar sem utan og verið mikill leiðtogi fyrir félagið.

Okkar stóri og stæðilegi miðvörður spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2011 og hefur allan sinn feril klæðst appelsínugulu treyjunni. Á ferlinum hefur hann klukkað inn hvorki meira né minna en 393 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 32 mörk!

Við óskum Ásgeiri innilega til hamingju með glæsilegan feril. Það verður mikil eftirsjá af honum á vellinum, en við hlökkum til að taka á móti honum í nýju hlutverki sem stuðningsmanni liðsins í stúkunni.

Takk fyrir allt, Ásgeir. 🧡