Steinar Leó nýr yfirþjálfari

Barna- og unglingaráð Fylkis hefur ráðið Steinar Leó Gunnarsson sem nýjan yfirþjálfara yngri flokka félagsins.
Hann tekur við af Sigurði Þór Reynissyni sem sinnt hefur stöðunni síðastliðin 6 ár, en síðasta árið hafa þeir skipt yfirþjálfarastöðunni sín á milli. Steinar Leó mun áfram leiða þróun og uppbyggingu þjálfunar deildarinnar af miklum metnaði, og tryggir þannig framúrskarandi tækifæri fyrir unga knattspyrnumenn Fylkis.
Steinar Leó er með UEFA A þjálfaragráðu og býr yfir áralangri og dýrmætri reynslu af þjálfun, bæði innan Fylkis og hjá öðrum félögum á Íslandi.
Barna- og unglingaráð Fylkis segir ráðninguna styrkja sýn félagsins um að vera í fremstu röð í uppbyggingarstarfi, veita bestu mögulegu þjálfunina og vera mikilvægt skref í áframhaldandi og kraftmikilli þróun deildarinnar.
Við hlökkum til spennandi framtíðar. Þessi nýi kafli lofar afar góðu fyrir allt Fylkisfólk.

