Ungir markmenn að semja!

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með mikilli ánægju að þrír ungir og efnilegir markmenn úr yngri flokkum félagsins hafa skrifað undir samning við félagið.

Sævar Snær er fæddur 2007, á elsta ári í 2. flokki og æfir með meistaraflokki. Hann hefur verið lykilmaður í liði 2. flokks síðustu tvö ár, er rúmlega 2 metra á hæð, mikill leiðtogi og með mikið presence í teignum.

Aron Bent er fæddur 2009, á yngsta ári í 2. flokki og var valinn á landsliðsæfingar U16 í vor. Hann er frábær shot-stopper og öruggur í teignum.

Jón Ólafur er einnig fæddur 2009, á yngsta ári í 2. flokki og var valinn í lokahóp U16 landsliðsins í maí 2025. Hann er góður í fótunum og lætur erfiðar vörslur líta út fyrir að vera einfaldar.
Aron Bent og Jón Ólafur voru lykilmenn í 3. flokki karla síðasta sumar sem endaði í 4. sæti á Íslandsmótinu, auk þess sem þeir spiluðu með A2 liði 2. flokks.
Hér eru á ferð virkilega efnilegir markmenn sem allir hafa farið í gegnum frábært starf Björns Metúsalem, markmannsþjálfara félagsins, sem hefur sannarlega verið að gera stórkostlegt starf fyrir félagið.


