Birkir Eyþórsson áfram í appelsínugulu

Knattspyrnudeildin tilkynnir með mikilli ánægju að Birkir Eyþórsson hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára hið minnsta, eða út keppnistímabilið 2027.
Birkir Eyþórsson, fæddur árið 2000, þarf vart að kynna fyrir Fylkisfólki. Hann hefur nánast frá fæðingarári eytt hverjum degi á Fylkisvellinum, þar sem hann lék upp alla yngri flokka félagsins. Birkir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 og hefur síðan leikið 158 leiki og skorað 9 mörk.
Við óskum Birki innilega til hamingju með nýja samninginn og bindum miklar vonir við að hann hjálpi liðinu að komast aftur í Bestu deildina.

