,

Nikulás Val framlengir!

Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnir með stolti að Nikulás Val hefur skrifað undir nýjan samning.

Nikulás Val Gunnarsson, sem er öllu Fylkisfólki vel kunnur, hefur skrifað undir nýjan samning við Fylki sem gildir næstu tvö ár, eða hið minnsta út keppnistímabilið 2027. Við væntum þess að hann eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabilum, því hæfileikarnir hér eru óumdeildir.

Nikulás Val hefur spilað 150 leiki fyrir Fylki í meistaraflokki, þar af eru ríflega 70 í efstu deild – og þangað stefnir hann aftur með liðinu. Við hlökkum til að sjá Nikka áfram í Fylkisbúningnum á komandi árum!

Gleði – Virðing – Metnaður